3.3 Neminn
Nut
Boss
Probe Tip
Seal
Probe Parts
Nose cone
Litlu götin í oddi nema MT10-tækisins þurfa að vera laus við óhreinindi. Ef þau stíflast birtast
aðvörunarskilaboð. Þá þarf að taka oddinn af og hreinsa hann eða skipta um odd.
Oddurinn er fjarlægður með því að skrúfa nefkeiluna af og draga oddinn af nafi nemans. Inni í botni
oddsins er lítill þéttihringur. Skoðið og skiptið um þéttihring ef hann er skemmdur.
Þegar skipt er um þéttihring þarf að gæta þess að þéttihringurinn sé rétt settur í þannig að flata hlið
hans liggi að flötu hliðinni á nemanum. Ýtið oddi nemans yfir nafið og skiptið um nefkeilu. Gætið þess
að nefkeilan sé þétt skrúfuð á en ekki ofherða. Ekki nota nein verkfæri til að herða nefkeiluna.
Eftir að skipt er um odd þarf að skoða hann daglega.
3.4 Ræsing og valmynd
Þegar kveikt er á MT10-tækinu er ræsingarskjámyndin á skjánum á meðan innri prófanir eru gerðar og
dælan er frumstillt.
Að ræsingarferlinu loknu birtist AÐALVALMYNDIN:
Valmyndaratriði og leiðbeiningar birtast í hástöfum.
Upplýsingar og villuboð eru almennt í lágstöfum.
MT10 Notkunarleiðbeiningar - IS
Ró
Naf
Oddur nema
Þéttihringur
Hlutar nema
Nefkeila
Bls 10