Athugið: Í því tilfelli sem vart er við einhverjar óútskýrðar
breytingar á tækinu, merki um hrökun sem hefur áhrif á afköst
eða ef umlykjan er brotin, skal hætta notkun og hafa samband við
heilbrigðisþjónustuveitandann.
Yfirlit yfir flutningstösku og SlimFit-flutningstösku
Sjá skýringarmyndir A, B, C, D, E og F
1. Handfang
2. Rásarflipar
3. Varnarhlíf
4. Aðgangsborð fyrir Astral-
tengingar
5. Loftinntak
6. Festingarpunktar
7. Bakpokaól (x2)
8. Axlaról
9. Hjólastólsól (x4)
Flutningstaskan sett upp
VIÐVÖRUN
Ekki setja flutningstöskuna upprétta niður á jörðu þar sem þá lokast
fyrir loftinntak hennar.
Tenging aflgjafa og rafhlöðu
Sjá mynd B.
1. Setjið töskuna á flatt yfirborð og rennið upp hólfi fyrir aukahluti.
2. Losið festingarólarnar.
3. Setjið Astral-aflgjafann í miðjuvasann. Snúið snúrunum að hliðinni
þannig að þær fari út úr vasanum eins og sýnt er.
4. Ef ytri rafhlaða er tengd:
• Tengið snúru DC-aflgjafans við ytri rafhlöðuna.
• Setjið ytri rafhlöðuna í neðsta vasann. Tryggið að DC-snúran fari úr
vasanum.
• Tengið snúru ytri rafhlöðunnar í gegnum botnhluta tækishólfsins.
5. Ýtið DC-snúrunni í gegnum snúruopið og inn í botnhluta
tækishólfsins.
6. Spennið festingarólarnar og stillið lengdina ef þess þarf.
7. Lokið aukahlutahólfinu. Tryggið að öll hólf með rennilási séu lokuð.
Tækið tengt
Flutningstöskurnar hafa verið hannaðar til að hægt sé að færa tækið
í töskuna á meðan það er í gangi. Þegar súrefni er notað verður að
aftengja og endurtengja súrefnisinntakið.
Sjá mynd C
1. Rennið upp tækishólfinu og losið festingaról tækisins.
2. Setjið tækið í flutningstöskuna og festið það með festingarólinni.
Tryggið að festingaról tækisins klemmi ekki leiðslur.
3. Tengið DC-kló aflgjafans eða rafhlöðunnar við bakhlið Astral-tækisins.
4. Ef ekki er búið að því nú þegar skal tengja rás sjúklings og
bakteríuhindrandi síu (ef til staðar) við loftúttak tækisins.
5. Lokið tækishólfinu. Tryggið að öll hólf með rennilási séu lokuð.
Athugasemdir:
• Lokið alltaf rennilásum og flipum til að verja tækið fyrir raka.
112
10. Snúrutengi
11. Loftop
12. Vasi fyrir ytri rafhlöðu
13. Festingarólar
14. Vasi fyrir aflgjafa
15. Festingaról tækis
16. Vasi fyrir losanlega rafhlöðu/
aflgjafa
17. SlimBag-rúmstoð (valfrjáls
aukahlutur) – ekki á
skýringarmynd