Download Print deze pagina

IKEA UNDERVERK Handleiding pagina 70

Verberg thumbnails Zie ook voor UNDERVERK:

Advertenties

Beschikbare talen
  • NL

Beschikbare talen

  • DUTCH, pagina 94
ÍSLENSKA
Merkiplata
Tæknilegu upplýsingarnar eru staðsettar á
merkiplötunni á innri hlið búnaðarins.
IKEA ÁBYRGÐ
Hversu lengi gildir ábyrgð IKEA?
Þessi ábyrgð gildir í fimm (5) ár frá
upphaflegum kaupdegi búnaðarins hjá IKEA.
Upprunalegrar sölukvittunar er krafist sem
sönnun fyrir kaupum. Ef ábyrgðarþjónusta
er framkvæmd, þá lengir það ekki
ábyrgðartímann fyrir búnaðinn.
Hver veitir þjónustuna?
Þjónustuaðili IKEA mun veita þjónustuna í
gegnum sína eigin þjónustustarfsemi eða
viðurkenndan þjónustuaðila.
Hvað er innifalið í ábyrgðinni?
Ábyrgðin nær til bilana í búnaðinum
sem orsakast af gallaðri framleiðslu
eða efnislegum bilunum frá kaupdegi
hjá IKEA. Ábyrgðin nær eingöngu til
heimilisnotkunar. Undantekningarnar eru
skilgreindar undir fyrirsögninni „Hvað
er ekki innifalið í þessari ábyrgð?" Innan
ábyrgðartímabilsins er kostnaður við að
bæta úr biluninni t.d. viðgerðir, varahlutir,
vinna og ferðalög innifalið að því tilskildu
að tækið sé aðgengilegt til viðgerðar án
sérstakra útgjalda. Við þess skilmála eiga
viðmiðunarreglur ESB (Nr. 99/44/EG) og
viðkomandi staðbundnar reglur við. IKEA
verður eigandi þeirra varahluta sem skipt er
um.
Hvað mun lKEA gera til að leysa
vandamálið?
Þjónustuaðili IKEA mun skoða vöruna
og ákveða, að eigin mati, hvort hún falli
undir þessa ábyrgð. Ef tilfellið er talið falla
undir ábyrgð, mun þjónustuaðili IKEA eða
viðurkenndur þjónustuaðili þess í gegnum
eigin þjónustustarfsemi, að eigin geðþótta,
annað hvort gera við gölluðu vöruna eða
skipta henni út fyrir sömu eða sambærilega
vöru.
Hvað er ekki innifalið í þessari ábyrgð?
• Eðlilegt slit.
• Skaði af gáleysi eða ásetningi, skemmdir
af völdum þess að notkunarleiðbeiningum
er ekki fylgt, vegna rangrar uppsetningar
eða tengingu við ranga spennu,
skemmdir af völdum efnahvarfa eða
rafefnafræðilegra viðbragða, ryð, tæring
eða vatnstjón þar með talið en ekki
takmarkað við skemmdir af völdum of
mikils kalks frá vatnsveitu, skemmdir af
völdum óeðlilegra umhverfisaðstæðna.
• Rekstrarhlutir þ.m.t. rafhlöður og perur.
• Óhagnýtir og skreytingarhlutir sem hafa
ekki áhrif á eðlilega notkun tækisins,
þar með taldar rispur og mögulegur
litamunur.
• Slysatjón af völdum aðskotahluta eða
efna og hreinsunar eða stífluhreinsunar á
síum, frárennsliskerfum eða sápuskúffum.
• Skemmdir á eftirtöldum hlutum:
keramikgler, fylgihlutir, borðbúnaður og
hnífaparakörfur, fæði- og frárennslislagnir,
þéttingar, lampar og lampahlífar, skjáir,
hnappar, hlífar og hlutar hlífa. Nema
hægt sé að sanna að slíkar skemmdir hafi
orsakast af framleiðslugalla.
• Tilvik þar sem engin bilun fannst í
heimsókn tæknimanns.
70

Advertenties

loading