Uppsetningarleiðbeiningar
Kerfi 0009: 4 pípu kerfi með 6 porta loka, sjálfvirka skiptingu yfir í kælingu sem
stýrist af viðmiðunarhitastilli herbergis (þarf utanaðkomandi 24 VAC-spennugjafa).
Valkostur: Daggarmarksskynjari (ráðlagður), lokunaraðgerð og Global standby.
Kerfislýsing
Gólfhitakerfi með sjálfvirka skiptingu yfir í kælingu gegnum 6 porta skiptiloka sem stýrist af viðmiðunarhi-
tastilli herbergis.
Hægt er að setja kerfið upp með valkvæðri lokunaraðgerð gegnum 2 porta Danfoss AMZ-112 kúluloka
og Global standby. Við kælingu er alltaf mælt með að setja inn daggarmarksskynjara í kerfið til að hindra
rakaskemmdir á gólfi og innréttingum í tilfellum þegar rakastig fer upp fyrir daggarmark. Uppfylla þarf
fjögur skilyrði til að leyfilegt sé að kæla herbergi:
•
Viðmiðunarhitastig herbergis verður að fara upp fyrir stillihitastig herbergis + kælitregðu.
•
Ekkert herbergi kallaði eftir hitun innan hlutleysistíma.
•
Daggarmarksskynjari má hvorki vera virkur né þéttihætta til staðar.
•
Gera verður hitastilli kleift að kæla (sjálfvalið = gert kleift (enabled)).
Ef ekki er hitunar- eða kæliþörf fyrir hendi, lokar stopplokinn.
Global standby er spennulaus inngangur sem nota má til að fjarstýra kerfinu t.d. gegnum GSM-einingu frá
öðrum framleiðanda. Þegar Global standby-inngangur er virkur eru öll herbergi stillt á 15 gráður á Celcius.
Stillingar
„SET 1" = Stillir kælitregðu til að skipta yfir [+2 til +4°K].
„SET 2" = Stillir hlutleysistíma sem líða verður án virkrar hitunar eða kælingar áður en hægt er að virkja
skiptingu [3-6 klst].
APPLICATION
SETTINGS
180 | © Danfoss | FEC | 2018.12
Viðbótareining fyrir Danfoss Icon™ móðurstöð
OK
OK
OK
OK
OK
OK
VIMDE20F / 088N2100
OK
OK