Download Inhoudsopgave Inhoud Print deze pagina

Öryggisleiðbeiningar Fyrir Notkun Þrýstilofts-Rörahreinsis; Útskýring Á Táknum - Rothenberger Industrial 1500000006 Gebruiksaanwijzing

Inhoudsopgave

Advertenties

1500000006_Anleitung_26 Sprachen:PRINT
Öryggisleiðbeiningar
fyrir notkun
Þrýstilofts-rörahreinsis
- Fyrir hverja notkun skuluð þið athuga hvort að tækið sé í fullkomnu ástandi. Ef þið eruð í vafa
skuluð þið hafa samband við fagaðila eða þjónustumiðstöð sem gefin er upp hér á eftir.
- Fyrir notkun skuluð þið fjarlægja sigti og þéttið t.d. með hentugum klút öll yfirföll til að koma í
veg fyrir óhreinindi og yfirflæði vegna þrýstings sem myndast.
- Fyrir notkun skuluð þið koma sogrörinu í örugga stöðu við gólfið, til að forðast skemmdir vegna
þrýstingsmyndunar.
- Kannið fyrir notkun hvort að rörin sem á að hreinsa og afföll þoli þrýstinginn og séu í góðu
ástandi. Ef örugg notkun er ekki tryggð ráðleggjum við ykkur að nota ekki tækið.
- Sérstaklega þegar um er að ræða sogrör sem eru ekki aðgengileg, t.d. í sturtu eða baði, skuluð
þið fyrir notkun trygja að rörin sem á að hreinsa og afföll þoli þrýstinginn. Ef örugg notkun er ekki
tryggð ráðleggjum við ykkur að nota ekki tækið.
- Notið ekki hreinsiefni, bensín, alkóhól eða sambærileg efni, þá getur þrýstiloftsrörhreinsirinn
skemmst og hættuleg gufa getur myndast.
- Notið ekki verkfæri til að hreinsa tækið, þar sem varan er að mest leyti viðhalds laus. Fylgið hér
sérstökum leiðbeiningum um viðhald.
- Þegar vinnunni er lokiði og til að hreinsa tækið skuluð þið nota úttakið oft til að forðast
myndun yfirþrýstings.
- Tækið má einungis setja í geymslu þegar yfirþrýstingi hefur verið hleypt út.
- Gætið þess við notkun dælubúnaðarins að hann halli ekki.
- Þrýstiloftsrörhreinsirinn má undir þrýstingi aldrei beina að öðrum einstaklingum, dýrum eða
hlutum og nota.
- Ýtið aldrei hlutum út um þrýstingsúttaksopnunina.
- Notið einungis meðfylgjandi viðbótarbúnað (gúmmífestingar).
- Til að forðast skemmdir og meiðsli, má ekki taka rörhreinsinn í sundur.
- Einstaklingar (þ.m.t. börn) með skerta líkamlega eða andlega getu eða skerta skynjun eða sem
hafa ekki reynslu og/eða þekkingu mega ekki nota tækið. Fylgjast skal með börnum, til að
tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.
- Frárennslisrör og skolplagnir geta innihaldið eitruð, ætandi eða hættuleg efni. Grípið alltaf til
viðeigandi varúðarráðstana, allt eftir því hvernig svæði þið viljið vinna á:
- Notið viðeigandi hlífðarfatnað, s.s. hanska, hlífðargleraugu og grímu, öndunarbúnað eða
andlitshlíf.
- Til að forðast mengun eða smitun skuluð þið aldrei borða, drekka eða reykja þegar tækið er
notað.
- Þvoið hendur og aðra óvarna líkamshluta vandleg með heitu vatni eftir að tækið hefur verið
notað þegar kannað hefur verið óhreint svæði eða svæði með þessum efnum eða bakteríum.
Skolið tækið vandlega eftir notkun.
ÚTSKÝRING Á TÁKNUM
= Notið
heyrnahlífar
= geymið þar sem börn
ná ekki til
= beinið ekki að
dýrum
04.09.2019
8:57 Uhr
= Notið
hlífðargleraugu
= Lesið
notkunarleiðbeiningar
= beinið ekki að
einstaklingum
54
Seite 54
= Notið
hlífðarhanska

Advertenties

Inhoudsopgave
loading

Inhoudsopgave