ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Lesið þessa handbók vandlega fyrir uppsetningu og notkun til að
tryggja öryggi og rétta virkni tækisins. Geymið þessar leiðbeiningar
ávallt hjá tækinu, jafnvel þótt það sé flutt eða selt. Notendur þurfa að
þekkja virkni og öryggiseiginleika tækisins til hlítar.
Viðurkenndur rafvirki skal sjá um að tengja háfinn.
Framleiðandinn ber ekki ábyrgð á skemmdum sem hlotist geta af rangri
uppsetningu.
Lágmarksöryggisfjarlægð á milli yfirborðs eldavélarinnar og háfsins er
650 mm (sumar gerðir má hafa lægra, leitið frekari upplýsinga í
leiðbeiningum um vinnumál og uppsetningu).
Ef meiri fjarlægð er tekin fram í uppsetningarleiðbeiningum
gashelluborðsins skal virða hana.
Tryggið að spenna rafveitu sé í samræmi við þá spennu sem tekin er
fram á merkiplötunni inni í háfnum.
Aftengingarbúnað skal festa við rafsnúrur í samræmi við reglur um
raftengingar.
Ef um er að ræða tæki í flokki I skal tryggja að viðeigandi jarðtenging sé
til staðar í raflögnum heimilisins.
Tengið háfinn við loftræstirásina með röri sem er að lágmarki 120 mm í
þvermál. Loftræstirásin ætti að vera eins stutt og hægt er.
Skylt er að fara að reglugerðum varðandi loftræstingu.
Ekki tengja háfinn við loftræstirásir sem leiða brunalofttegundir (frá
kötlum, örnum o.s.frv.).
IS
7
76