Download Print deze pagina

3M PELTOR WS ALERT X Handleiding pagina 136

Advertenties

Beschikbare talen
  • NL

Beschikbare talen

  • DUTCH, pagina 171
6.
UPPSETNING
6.1. ALMENNT
Eftirfarandi atriði ná yfir helstu aðgerðir til að búa vöruna undir
notkun.
6.2. AÐ FJARLÆGJA/SETJA Í RAFHLÖÐUR
Gættu þess að lesa og skilja innihald 2. kafla. Öryggisatriði
áður en skipt er um rafhlöðu/r.
(Mynd 1)
1. Losaðu krækjuna á vinstri skál með fingrunum.
2. Opnaðu skálina.
3. Settu rafhlöðurnar í eða skiptu um þær. Gættu þess að
rafhlöðurnar snúi rétt miðað við merkingar.
4. Lokaðu skálinni og læstu með krækjunni.
ATHUGASEMD: Breyttu rafhlöðugerð ef skipt er úr
hleðslurafhlöðum í einnota rafhlöður, sjá „Að samstilla
heyrnartólin".
6.3. ENDINGARTÍMI
Áætlaður notkunartími með nýjum AA alkaline rafhlöðum og
fullhlöðnum LR6NM hleðslurafhlöðum (2.100 mAh):
Bluetooth streymi og styrkstýring: u.þ.b. 75 klst.
ATHUGASEMD:
Endingartími getur verið breytilegur en
hann ræðst af umhverfi, hitastigi og aldri/ástandi rafhlöðu.
7.
LEIÐBEININGAR UM UPPSETNINGU
Skoðaðu heyrnarhlífarnar fyrir hverja notkun. Séu þær
skemmdar, veldu þér óskaddaðar heyrnarhlífar eða forðastu
hávaðasamt umhverfi.
7.1. HÖFUÐSPÖNG
(Mynd H:1 - H:3)
H:1 Renndu skálunum út og hallaðu efri hluta þeirra út vegna
þess að snúran á að vera fyrir utan höfuðspöngina.
H:2 Stilltu hæð skálanna með því að renna þeim upp eða
niður á meðan höfuðspönginni er haldið kyrri.
H:3 Höfuðspöngin ætti að liggja þvert yfir hvirfilinn eins og
myndin sýnir og þyngd heyrnartólanna ætti að hvíla þar.
7.2. ÚTBÚNAÐARFESTING
(Mynd H:4 - H:8)
H:4 Komdu útbúnaðarfestingunni fyrir í festiraufunum á
útbúnaðinum og smelltu henni á sinn stað (H:5).
H:6 Vinnustaða: Þrýstu höfuðspangarvírunum inn á við þar til
þú heyrir smell báðum megin. Gættu þess að skálar og
höfuðspangarvírar þrýsti ekki á brún útbúnaðarins í
vinnustöðu þar sem það gæti dregið úr hljóðdeyfingu
eyrnahlífanna.
H:7 Loftræstistaða: Togaðu eyrnaskálarnar út á við uns þú
heyrir smell til þess að stilla heyrnartólin í loftræstistöðu.
Forðastu að leggja skálarnar að festingunni (H:8), það hindrar
loftræstingu.
7.3. HLJÓÐNEMI
(Mynd H:9 - H:10)
Talneminn verður að vera mjög nálægt munni í hávaðasömu
umhverfi svo hann skili hámarks afköstum (nær en 3 mm eða
1/8 úr tommu). Sjá myndir H:9 og H:10.
8.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
8.1. AÐ KVEIKJA / SLÖKKVA
(Mynd 2)
Þrýstu lengi (~2 sek.) á ræsihnappinn til að kveikja eða
slökkva á heyrnartólunum. Raddskilaboð tilkynna „Power on"
(kveikt) eða „Power off" (slökkt).
Í fyrsta sinn sem kveikt er á heyrnartækjunum, fara þau
sjálfkrafa í pörunarham.
ATHUGASEMD: Sé ekki þrýst á neinn hnapp í 4 klst., slekkur
tækið sjálfkrafa á sér. Raddskilaboð heyrast: „Automatic
power off" (sjálfvirkt slökkt).
8.2. AÐ STILLA OG VELJA TÓNSTYRK FRÁ
HLJÓÐGJAFA
(Mynd 3)
Stilltu tónstyrkinn með því að þrýsta stutt (~0,5 sek.) á [ + ] eða
[–] hnappinn.
Skiptu um virkan hljóðgjafa með því að þrýsta stutt (~0,5 sek.)
á ræsihnappinn.
Hljóðgjafinn getur verið:
• Sími
• Umhverfishlustun
• Streymi
• Bluetooth-viðtæki
GOTT RÁÐ: Hægt er að samskipa bassastyrkingu og
jafnvægi umhverfishljóða og tónjafnara umhverfishljóða.
Þrýstu lengi (~2 sek.) á valmyndarhnappinn [M] til að komast
í stillivalmyndina.
Sjá „Að stilla heyrnartólin".
8.3. UMHVERFIS/GRENNDAR
HLUSTUNARHAMUR
Til verndar gegn hávaðastigi sem gæti valdið
heyrnarskemmdum. Umhverfis/grenndarhljóðnemar auðvelda
þér að heyra í farartækjum sem nálgast, lágvær
viðvörunarvæl og önnur varúðarhljóð ef með þarf en séu þau
hávær vernda heyrnartækin heyrnina þótt þú getir talað
eðlilega og látið í þér heyra.
8.4. SAMSKIPTI AUGLITI TIL AUGLITIS
(ÞRÝSTA-OG-HLUSTA, PTL)
(Mynd 4)
Þrýsta-og-hlusta eiginleikinn gerir þér kleift að hlusta strax á
umhverfið með því að deyfa hljóðstyrk Bluetooth og virkja
styrkstýrðu umhverfishljóðnemana. Þrýstu stutt (~0,5 sek.)
tvisvar á ræsihnappinn til að virkja Þrýsta-og-hlusta. Þrýstu
stutt á hvaða hnapp sem er til að slökkva á þrýsta-og-hlusta.
8.5. AÐ PARA BLUETOOTH-TÆKI
ATHUGASEMD: Hugbúnaður á ytri búnaði (til dæmis
snjallsíma eða viðtækjum) sem tengt er PELTOR-tæki þínu
með Bluetooth og/eða snúru gætið truflað samskipti þar á
milli. Ekki er víst að allar aðgerðir sem lýst er gangi með
öllum ytra búnaði og uppfærslur á hugbúnaði og vélbúnaði
viðkomandi tækis gætu haft áhrif þar á.
IS
127

Advertenties

loading

Gerelateerde Producten voor 3M PELTOR WS ALERT X

Deze handleiding is ook geschikt voor:

Rx21a4ws6Mrx21p3e4ws6