Download Inhoudsopgave Inhoud Print deze pagina

Hercules IW 160 Originele Handleiding pagina 18

Inhoudsopgave

Advertenties

Anleitung_IW_160_SPK7_1__ 02.07.14 08:30 Seite 18
IS
Þegar að soðið er myndast gas sem að einnig
getur verið hættuleg. Hvert rafstuð getur verið
lífshættulegt.
Farið ekki nær en 15 m á meðan að soðið er.
Hlífðu þér (og öðru fólki í nánd) fyrir þeim
mögulegu hættum sem að rafsuða hefur að fylgja.
Varúð: Það fer eftir tengingu en aðrir notendur
sömu hringrásarinnar og rafsuðurækið geta orðið
fyrir truflunum.
Varúð!
Þegar að rafmagnshringrás er ofnotuð geta aðrir
notendur sömu hringrásarinnar orðið fyrir truflunum.
Ef óvissa er, ætti að fá ráðleggingar frá
rafmagnsfyrirtækinu.
Notkun samkvæmt tilætlun
Tækið má einungis nota eins og lýst er í
notandaleiðbeinungunum. Öll önnur notkun er ekki
leyfileg. Fyrir allan skaða, slys eða þessháttar sem
hlýst getur af þessháttar notkun er notandi / eigandi
ábyrgur fyrir en ekki framleiðandi tækisins.
Athugið, að verkfæri okkar eru ekki til þess ætluð að
nota þau á verkstæðum í iðnaði, á verkstæðum
handverks og þau eru ekki byggð fyrir slíka notkun.
Við tökum enga ábyrgð ef verkfærið er notað á
verkstæðum og í iðnaði eða svipuðum fyrirtækjum.
Mögulegar hættur við rafsuðu
Það eru margar hættur sem myndast við rafsuðu. Það
er því notanda tækisins mjög mikilvægt; að fara eftir
eftirfarandi reglum, að setja sig eða aðra ekki í hættu,
koma í veg fyrir mögulegan skaða á fólki og tækjum.
1. Vinna eða viðgerðir á hlið rafmagnstengingar
tækisins, t.d. á rafmagnsleiðslum, innstungum,
klóm osfrv. mega eingöngu vera framkvæmdar af
fagfólki með þar til gerð réttindi. Þetta gildir
sérstaklega ef að aukalegar rafmagnsleiðslur eru
tengdar við rafsuðutækið.
2. Ef slys eiga sér stað, takið þá tækið tafarlaust úr
sambandi við strau.
3. Ef að skammtengingar eiga sér stað verður að
taka tækið strax úr sambandi og hafa samband
við fagmann til að fara yfir tækið.
4. Athugið að það séu ávallt góðar tengingar á
suðuköplum.
5. Notið ávallt einangraða vettlinga á meðan að
soðið er. Þeir hlífa fyrir rafmagnsspennu
(hringrásarspennu rafsuðutækisins), skaðlegri
geislun (hita og útfjólublárri geislun) og glóandi
málmi og ögnum.
6. Notið fastann og góðan skóbúnað, skórnir ættu
18
einnig að vera rakaheldir. Lágir skór eru ekki við
hæfi þar sem að glóandi málmur eða agnir geta
dottið ofan í skóna og brennt húðina.
7. Notið réttan klæðnað, ekki nota fatnað sem
gerður er úr gerviefnum.
8. Horfið aldrei í suðulogann með berum augum,
notið ávallt suðuhjálm með leyfðum glerjum
samkvæmt DIN. Suðugeislinn gefur ekki bara frá
sér ljós og hita sem að getur blindað eða brennt
heldur einnig útfjólubláa geisla. Ef að augum er
ekki hlíft nægilega vel, getur þessi ósýnilega
útfjólubláa geislun valdið sjáanlegum og mjög
sársaukafullum hornhúðarskaða í augum sem
fyrst er að finna eftir nokkrar klukkustundir eftir að
horft var í geislann. Auk þess valda útfjólubláir
geislar sólbruna á húð sem að ekki er nægilega
vel hlíft.
9. Auk þess verður fólk í nánd við suðuna að vera
uppfrætt um hættuna og verður það fólk einnig að
hlífa sér fyrir þessari geislun og hættum. Ef
nauðsin er verður að setja upp hlífðarveggi.
10. Á meðan að soðið er, sérstaklega í litlu rými
verður ávallt að sjá til þess að nægjanlegt ferskt
loft sé til staðar þar sem að reykur og gas verður
til staðar.
11. Við geyma sem í geymd eru gas, eldsneyti, olíur
eða þessháttar efni, má ekki þó svo að ekki sé
búið að nota þá lengi og þeir séu búnir að standa
tómir í langan tíma , má ekki sjóða með þessu
tæki, þar sem sprengihætta myndast vegna resta.
12. Ef að soðið er í eldfimu rími eða þar sem að
sprengihætta er til staðar gilda sérstakar
öryggisráðstafanir.
13. Suður sem að eru undir miklu álagi og þær suður
sem eiga að fullyrða öryggisskilyrðum, mega
einungis vera framkvæmdar af fagfólki með þar til
gerð réttindi og nám.
Dæmi um það eru:
Þrýstikútar, loftbrautir (t.d. fyrir hlaupakött),
dráttarbeisli og svo framvegis.
14. Tilmæli: Það verður að hafa það í huga þegar að
soðið er í rafmagnstæki eða í vélum að
jarðtenging vélar eða tækis getur skemmst ef að
ekki er rétt að suðunni staðið. Þetta getur átt sér
stað ef að til dæmis jarðtenging suðutækisins er
sett á hús rafsuðutækisins sem tengt er
jarðtengingu rafmagnstækisins sem soðið er í.
Suðuvinna er framkvæmd á tæki sem hefur
jarðtengingu. Það er semsagt mögulegt að sjóða í
tæki eða vél án þess að tengja beint jarðtengingu
rafsuðuvélarinnar. Í þessu tilviki leiðist
straumurinn frá rafsuðutækinu í gegnum
jarðtengingu þess tækis eða þeirrar vélar sem að
soðið er í. Þegar að svo er getur straumur
rafsuðutækisins brætt jarðleiðara vélarinnar eða
þess tækis sem að soðið er í.

Advertenties

Inhoudsopgave
loading

Deze handleiding is ook geschikt voor:

15.441.22

Inhoudsopgave