Að nota Spotify Tap™
Spotify Tap™ gerir þér kleift að stjórna tónlistinni beint
úr Bluetooth-hátalaranum með því að smella á einn
hnapp.
Ef þú ert með iOS-stýrikerfi:
Farðu í App Store og náðu í Spotify-appið. Þar getur þú
búið til aðgang eða skráð þig inn ef þú ert nú þegar
með aðgang.
Ef þú ert með Android stýrikerfi:
Farðu í Google Play Store og náðu í Spotify-appið. Þar
getur þú búið til aðgang eða skráð þig inn ef þú ert nú
þegar með aðgang.
Fyrsta notkun
1. Fullvissaðu þig um að tækið þitt sé parað við
VAPPEBY hátalarana með Bluetooth.
2. Athugaðu hvort Spotify-appið sé ekki örugglega
opið. Það þarf bara að vera opið fyrst þegar þetta er
notað.
3. Smelltu á aflhnappinn (3) til að byrja að spila tónlist.
LED ljósið ætti að blikka tvisvar.
Héðan í frá þegar þú smellir létt á aflhnappinn (3) ætti
tónlistin að spilast áfram, svo lengi sem tækið þitt er
parað og í nálægð við hátalarann.
Aðrar stillingar
Afpara Bluetooth-tæki:
Tengdu tvo hátalara saman fyrir víðóma hljóm
Virkja/afvirkja sjálfvirkan slökkvara
Endurstilla á grunnstillingu
36
Skipt um lag
Smelltu aftur á aflhnappinn (3) til að skipta um lag og
spila lag sem mælt er með fyrir þig.
Spila tónlist frá öðrum tækjum:
Tengdu tæki í AUDIO IN-tengið (7) aftan á hátalaranum.
Hátalarinn skynjar sjálfkrafa utanaðkomandi tæki og
slekkur á Bluetooth-stillingunni. Notaðu þriggja póla
3,5 mm hljóðsnúru.
Nota hátalarann um allt heimilið:
VAPPEBY 20 getur verið færanlegur. ENEBY rafhlaðan
er seld sér.
• Til að bæta við rafhlöðu opnar þú hólfið (6), setur
rafhlöðuna í og passar að hún snúi rétt.
• Rafhlaðan hleðst í vörunni á meðan hún er tengd við
rafmagn og kveikt er á hátalaranum.
• Þegar rafhlaðan er að tæmast blikkar rautt LED ljós í
takkanum (5). Á meðan rafhlaðan hleðst lýsir rauða
LED ljósið.
VARÚÐ:
Sprengihætta getur stafað af því að skipta út rafhlöðu
fyrir aðra af rangri tegund.
Skiptu ávallt út fyrir sömu eða sambærilega tegund
rafhlaðna.
Haltu Bluetooth-takkanum (4) niðri í a.m.k. 1,5 sek.
Hátalarinn aftengist þá símanum og leitar að nýju tæki
til að para sig við. LED ljósið fer þá að blikka.
Þú getur parað tvo eins VAPPEBY 20 gen3 hátalara til
að skapa víðóma hljóm. Þegar þetta er gert er einn
hátalarinn vinstri hljóðrás og hinn þjónar hlutverki
hægri hljóðrásar.
1. Endurstilltu báða hátalara á grunnstillingar (e.
factory reset)
2. Báðir hátalarar fara þá sjálfkrafa í Bluetooth-
pörunarham (LED ljós blikkar hratt)
3. Ýttu tvisvar á Bluetooth-hnappinn (4) á öðrum
hátalaranna (aðalhátalarinn) til að hefja víðóma pörun
(LED ljós blikkar hægt)
4. Hlustaðu eftir hljóði til staðfestingar.
5. Paraðu aðalhátalarann við tækið þitt.
Til að aftengjast hátölurunum skaltu endurstilla þá
báða aftur á grunnstillingar (e. factory reset).
Færðu rofann (2) í stöðu 20 til að virkja sjálfvirka
slökkvarann. Hátalarinn slekkur sjálfvirkt á sér eftir 20
mínútur ef engin tónlist er í spilun. Færðu rofann (2) í
stöðu ∞ til að afvirkja sjálfvirka slökkvarann.
Haltu niðri hljóðstyrkshnappnum (5) í fimm sekúndur.
Hlustaðu eftir hljóðmerki til staðfestingar.