Download Inhoudsopgave Inhoud Print deze pagina

stelton Emma Handleiding pagina 15

Inhoudsopgave

Advertenties

Beschikbare talen
  • NL

Beschikbare talen

  • DUTCH, pagina 18
IS
Leiðbeiningar
Setjið brauðristina á jafnslétt, hitaþolið yfirborð. Stingið
brauðristinni í samband við innstungu í vegg. Áður en
brauðristin er notuð í fyrsta sinn skal leyfa henni að hitna
án þess að setja í hana brauð til að losna við öll óhreinindi.
Setjið ristunina á hámarksstillingu. Ýtið lyftihnappinum
niður. Eftir smástund lyftist hnappurinn upp og brauðristin
er tilbúin til notkunar.
Setjið brauðsneiðarnar í raufarnar og stillið ristina á þá
stillingu sem óskað er eftir (1-7). Ristunin er styst á stillingu
1 og lengst á stillingu 7 (dökkristun). Því hærri sem talan er,
þeim mun lengur varir ristunin. Ýtið lyftihnappinum niður til
að hefja ristun.
Vinsamlegast athugið að skorpið brauð þarfnast styttri
ristunar en ferskt brauð.
MIKILVÆGT! Lyftihnappurinn festist ekki niðri ef brauðristin
er ekki í sambandi við rafmagn.
Þegar ristaða brauðsneiðin er tilbúin lyftist hnappurinn
upp sjálfkrafa og ristunin stöðvast. Ef óskað er eftir að
stöðva ristunina áður en lyftihnappurinn lyftist upp skal ýta
á hnappinn „Stop" (stöðva).
Ef þörf er á að rista aðeins eina brauðsneið skal stilla
hitann á lægri stillingu en þegar tvær brauðsneiðar eru
ristaðar. Þetta er nauðsynlegt þar sem hitinn frá tómu
raufinni er fluttur yfir í raufina þar sem brauðsneiðin er.
Brauðið ristast á meiri hita.
Ef brauðsneiðin festist í brauðristinni skal toga í hnappinn
og leyfa ristinni að kólna. Snúið brauðristinni við og hristið
hana til að brauðsneiðin detti úr henni. Ef það virkar ekki
skal reyna að ná brauðsneiðinni úr henni varlega. Notið
ekki málmáhöld og snertið ekki hitunarbúnaðinn þar sem
hann getur skemmst og ekki fallið undir ábyrgð.
Setjið aldrei of stórar brauðsneiðar í ristina.
Þær gætu fest.
Afþíðingarhnappurinn (Defrost) gerir notandanum kleift
að setja frosið brauð í ristina.
Beygluhnappurinn gerir notandanum kleift að rista brauð
aðeins öðrum megin. Báðir hnapparnir kvikna þegar þeir
eru virkir.
Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að nota
hnappana „Defrost" (afþíðing) og „Bagel" (beygla)
samtímis.
Afþíðing
Beygla
28
Viðhald
Látið brauðristina kólna til fulls áður en hún er hreinsuð.
Slökkvið á brauðristinni og takið hana úr sambandi.
Brauðmylsnan safnast saman í mylsnubakkanum neðst
í ristinni. Ýtið á bakkann til að taka hann úr. Þegar hann
færist út skal hreinsa hann, t.d. með bursta, áður en hann
er settur aftur í ristina.
Hreinsið ytra borð ristarinnar með rökum klút og þurrkið
hana með mjúkum klút eða viskustykki. Notið aldrei
hreinsiduft eða rispandi hreinsiefni þar sem þau geta
skemmt yfirborð ristarinnar.
ÖRYGGI
1. Lesið notkunarhandbókina vandlega fyrir notkun
og geymið hana til að geta leitað í hana síðar.
2. Setjið brauðristina aðeins í samband við 220–240V
innstungu og notið hana á tilætlaðan hátt.
3. Takið brauðristina ávallt úr sambandi þegar hún er ekki
í notkun.
4. Dýfið brauðristinni ekki í vatn eða aðra vökva.
5. Börn sem eru 8 ára og eldri og aðilar með skerta
líkamlega, skynræna eða andlega hæfni eða aðilar
sem skortir reynslu eða hæfni mega nota ristina ef þeir
hafa hlotið leiðsögn eða leiðbeiningar um hvernig
nota eigi ristina á öruggan hátt af hálfu aðila sem ber
ábyrgð á öryggi þeirra og hafi skilið þær hættur sem um
er að ræða.
6. Hafa skal umsjón með börnum til að tryggja að þau
leiki sér ekki með ristina. Börn eru ekki alltaf meðvituð
um hugsanlegar áhættur. Kennið börnum að fara
með raftæki á ábyrgan hátt.
7. Börn mega ekki sjá um hreinsun og viðhald ristarinnar
nema þau séu eldri en 8 ára og séu undir umsjón.
8. Ristin og rafmagnssnúran eiga að vera þar sem
börn undir 8 ára aldri ná ekki til.
9. Tryggið að rafmagnssnúran lafi ekki út fyrir borðbrúnina.
10. Setjið ristina ekki nálægt eða ofan á heit yfirborð,
opinn eld eða annað álíka.
11. VIÐVÖRUN: Brauð getur brunnið við. Þess vegna skal
ekki nota ristina nálægt eða fyrir neðan brennanleg
efni, svo sem gardínur. Brauðristina má eingöngu nota
þegar fylgst er með henni.
12. VIÐVÖRUN: Þar sem yfirborð ristarinnar geta hitnað við
notkun skal ekki snerta hana þegar hún er í gangi.
13. Setjið aldrei málmhluti inn í eða á ristina og snertið
aldrei hitunarbúnaðinn.
14. VIÐVÖRUN: Til að forðast að hætta skapist vegna
óviljandi endurstillingar hitarofs má ekki tengja tækið
við utanaðkomandi gangsetningarbúnað, svo sem
tímastilli, eða tengja það við rafrás sem slökknar
og kviknar á til skiptis.
15. Skoðið ávallt ristina, rafmagnssnúruna og klóna fyrir
notkun til að athuga hvort skemmdir séu til staðar.
16. Til frekari varnar er mælt með notkun lekaliða (RCD)
með skráðan lekastraum sem fer ekki umfram 30 mA.
Leitið ráða hjá uppsetningaraðilanum.
17. Tækið er til heimilisnotkunar eingöngu.
18. Ef tækið er notað á annan hátt en ætlast er
til, eða ef ekki er farið með það í samræmi við
notkunarleiðbeiningar ber notandinn einn ábyrgð
á afleiðingunum. Allar skemmdir á vörunni eða öðrum
hlutum heyra ekki undir ábyrgð.
19. Ef rafmagnssnúran hefur orðið fyrir skemmdum þarf að
kalla til þjónustuaðila, eða annan aðila sem til þess er
hæfur, og láta skipta um hana.
Kvartanir
Þú hefur rétt til að senda inn kvörtun í samræmi við
viðeigandi löggjöf. Ef kvörtun er gerð skal framvísa kvittun
með kaupdegi sem er stimpluð með vél. Ef kvartanir eru
gerðar skal fara með brauðristina á staðinn sem hún var
keypt á.
Förgun ristarinnar
Samkvæmt löggjöf skal endurvinna raf- og
rafeindatæki og -hluti. Raf- og rafeindatækjum
sem merkt eru með endurvinnslumerkinu skal
farga á staðbundinni endurvinnslustöð.
Tæknileg gögn
Emma brauðrist
Vörunúmer. x-222-1
220-240 V – 50-60 Hz
870-1030 W
Réttur til að gera áframhaldandi breytingar og uppbætur
er áskilinn.
Stelton A/S
Christianshavns Kanal 4
1406 Copenhagen K
Danmörk
IS
29

Advertenties

Inhoudsopgave
loading

Inhoudsopgave