Öryggisleiðbeiningar:
Öryggis þíns vegna og fækkun slysa.
• Þetta tæki má aðeins nota á þann hátt sem
notkunarleiðbeiningar segja til um (sjá
notkunarleiðbeiningar að ofan). Tækið má ekki nota
með aukahlutum sem eru ekki viðurkenndir af
framleiðsluaðila tækisins.
• Tækið má aldrei nota inni á baðherbergi, yfir vaski eða
nálægt vatni. Takið tækið snarast úr sambandi ef það
kemst í samband viðvatn. Snertið ekki vatnið.
• Skoðaðu tækið gaumgæfilega áður en það er tekið í
notkun til að fullvissa þig um að það sé ekki skaðað á
neinn hátt. Ekki nota raftækiðef það er skaðað á
einhvern hátt, hvort sem það er á tækinu sjálfu, á
rafmagnssnúrunni eða rafmagnsklónni. Leita skal
ráða hjá rafvirkja eða hafa samband við
endursöluaðila vörunnar. Ekki er öruggt að skipta út
neinum hlutum í tækinu.
• Þetta tæki mega börn nota frá 8 ára aldri og einnig
aðilar með skerta líkamlega hæfni, skynjun eða
geðslag eða sem skortir reynslu eða þekkingu.
Viðkomandi skal þá hafa fengið kennslu eða
leiðbeiningar um hvernig nota skal tækið á öruggan
hátt og skilur þær hættur sem fylgja notkun þess.
• Börn mega ekki leika sér með tækið. Börn mega ekki
hreinsa eða framkvæma viðhald á tækinu án þess að
vera undir eftirliti
• Hafðu í huga að það tekur tíma fyrir tækið að kólna.
Varúð skal höfð við að koma við hluta tækisins sem
geta verið heitir.
• Takið takið úr sambandi þegar það er ekki í notkun og
þegar það á að hreinsa það.
• Tækið á ekki að geyma á sama stað og hárvörur og
spreybrúsar. Spreyið ekki beint á tækið.
Viðhald og geymsla:
Þetta hármótunarraftæki er af góðum gæðum og ætti því
með reglulegu viðhaldi að endast lengi og vera öruggt í
notkun. Til þess að tryggja það má hafa eftirfarandi atriði í
huga:
• Gættu þess að rafmagnssnúran komi ekki í samband við
hita og vefðu ekki snúrunni fast um tækið.
• Ef raftækið er heitt, gættu þess að það komi ekki í
samband við yfirborð sem geta skemmst af hita.
• Gefðu raftækinu nægan tíma til að kólna, áður en gengið
er frá því. Leggðu þá rafmagnssnúruna varlega saman á
sama hátt og hún er þegar þú opnar umbúðirnar af vörunni
í fyrsta skipti. Vanræksla rafmagnssnúra er algengasta
ástæða þess að þær skemmist og virka ekki sem skyldi.
• Notaðu aldrei rafmagnssnúruna til þess að hengja tækið
upp.
• Ekki geyma tækið þar sem hætta er á því að það detti
niður í vatn eða á hart yfirborð.
• Ef rafmagnssnúran skemmist á að skipta henni út hjá
framleiðsluaðila, söluaðila eða hjá rafvirkja til þess að
forðast slys.