Notkun á þráðlausri gardínu
Hækka gardínu í efstu stöðu:
Ýttu einu sinni á upp-hnappinn (stutt) á
fjarstýringunni.
Lækka gardínu í neðstu stöðu:
Ýttu einu sinni á niður-hnappinn (stutt) á
fjarstýringunni.
Hækka gardínu:
Ýttu og haltu niðri upp-hnappinum á fjarstýringunni
eða gardínunni.
Gardínan hækkar á meðan þú heldur inni
hnappinum. Slepptu hnappinum þegar gardínan
hefur náð æskilegri hæð eða hámarkshæð.
Lækka gardínu:
Ýttu og haltu niðri niður-hnappinum á
fjarstýringunni eða gardínunni.
Gardínan lækkar á meðan þú heldur inni
hnappinum. Slepptu hnappinum þegar gardínan
hefur náð æskilegri lengd eða lágmarkshæð.
Stillt á æskilega lágmarkshæð:
Aðeins er hægt að nota hnappana á gardínunni til
að stilla hæðina.
Færðu gardínuna í æskilega lengd. Ýttu svo tvisvar
stutt á annað hvort upp- eða niður-hnappinn
á gardínunni til að vista stöðuna sem nýja
lágmarkshæð.
Gardínan færist örlítið upp og niður til að staðfesta
stillinguna.
Lágmarkshæð endurstillt:
Ef þú vilt breyta lágmarkshæð gardínunnar eða fara
aftur á sjálfgefna lágmarkshæð skaltu byrja á því
að færa gardínuna í efstu stöðu. Ýttu síðan annað
hvort á upp- eða niður-hnappinn á gardínunni
tvisvar.
Gardínan færist örlítið upp og niður til að staðfesta
stillinguna.
Endurtaktu skrefin að ofan til að stilla nýja
lágmarkshæð.
Jafna skakka gardínu
Ef gardínan festist á meðan hún lækkar gæti hún
orðið skökk.
Hækkaðu gardínuna í efstu stöðu til að jafna hana.
Bæta tækjum við fjarstýringuna
Pörun: Notað til að bæta IKEA Home smart
vörum við snjallkerfið.
Fylgdu þessum skrefum til að bæta þráðlausum
gardinum við kerfið. Gættu þess að kveikt sé á
þráðlausu gardínunni.
1. Opnaðu bakhliðina á fjarstýringunni og finndu
pörunarhnappinn.
2. Ýttu stutt á báða hnappana á gardínunni. Það
ræsir kerfið sem er nú reiðubúið fyrir pörun í
tvær mínútur.
3. Haltu fjarstýringunni nálægt þráðlausu
gardínunni sem þú vilt bæta við: Ekki í meira en 5
cm fjarlægð frá (1).
> 10 s
30